Ráðgjöf, stuðningur & fræðsla
Hjá Suðurhlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar.
Suðurhlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu.
Einstaklingsráðgjöf
Suðurrhlíð býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, 18 ára og eldri.
Stuðningshópar
Fyrirhugað er að í Suðurhlíð verði boðið uppá stuðningshópa fyrir þolendur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.
Samstarfsaðilar
Í Suðurhlíð er boðið upp á samhæfða þjónustu samstarfsaðila á einum stað; einstaklingsviðtöl, lögfræðilega ráðgjöf, félagslega ráðgjöf og stuðning.
Ferlið í Suðurhlíð
Suðurhlíð er lágþröskuldaþjónusta og ekki þarf tilvísun til að koma í fyrsta viðtal. Þegar búið er að panta tíma mætir þjónustuþegi á Heilsugæslustöðina Höfða.
- Teymistjóri kemur og sækir þjónustuþega í móttöku.
- Teymistjóri tekur fyrsta viðtal við þjónustuþega.
- Mikilvægt er að einstaklingur upplifi sig örugga/n eða öruggt.
- Teymistjóri útskýrir eðli starfseminnar og kynnir möguleg úrræði.
Öryggi
Mikilvægt er að þjónustuþegar upplifi öryggi, samkennd og virðingu
Fræðsla
Fræðsla og upplýsingar um áföll, einkenni og afleiðingar.
Nálgun
Þolendum er mætt með valdaeflandi nálgun
Skilningur
Þolendum er mætt með skilningi á eðli áfallatengdu ofbeldi og endurtekinna áfalla.
Birtingarmyndir ofbeldis
Birtingarmyndir ofbeldis eru ólíkar og öll sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eiga heima í Suðurhlíð.
Sem dæmi um birtingarmyndir ofbeldis má nefna:
Þegar einhver hótar þér, gerir lítið úr þér eða lætur þér líða illa með orðum og/eða hegðun, t.d. dæmis með því að hóta, skamma, ógna, niðurlægja, stjórna, einangra og barngera.
Til dæmis að kýla, slá, sparka, hrinda, taka kyrkingartaki, halda með líkamlegum yfirburðum.
Til dæmis þegar aðstoð er haldið frá viðkomandi, lyfjagjöf ekki sinnt sem skyldi, umönnun ábótavant.
Til dæmis nauðgun, sifjaspell eða kynferðisleg áreitni. Þegar fatlað fólk á í hlut á þetta einnig við um athafnir sem fatlaður einstaklingur hefur ekki eða gæti ekki samþykkt vegna skerðingar eða var þvingaður til að samþykkja.
Er þegar ytri kynfæri kvenna eða stúlkna eru fjarlægð að hluta eða öllu leyti.
Til dæmis ofbeldi og áreitni sem beinist að uppruna, kyni, kynþætti, kynhneigð, kynvitund, eða fötlunum og skerðingu.
Til dæmis þegar eignarréttur er ekki virtur, hlutir eyðilagðir.
Til dæmis að hóta, elta manneskju eða sitja fyrir henni gegn vilja hennar. Hrelliklám eru hótanir um að birta t.d. nektarmyndir á netinu.
Er hjónaband sem annar eða báðir aðilar eru þvingaðir til að ganga í.
Til dæmis þegar tækni, s.s. sími, tölvupóstur eða samfélagsmiðlar, er notuð til að beita ofbeldi. Það felst t.d. í að senda stöðugt skilaboð í síma, birta nektarmyndir af við komandi í hennar/hans óþökk eða að gerandi sendir óumbeðnar nektarmyndir af sér.
Til dæmis þegar fjármunum haldið frá fólki eða notaðir í ósamræmi við vilja einstaklings.
Er ofbeldi sem er framkvæmt í nafni „heiðurs“.
Viltu gerast styrktaraðili?
Með því að styrkja Suðurhlíð styður þú fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi. Til okkar getur fólk af öllum kynjum, allsstaðar af landinu, 18 ára og eldri leitað til að fá stuðning og ráðgjöf í kjölfar áfalla eftir ofbeldi.