Gerast styrktaraðili

Með því að styrkja Suðurhlíð styður þú fólk sem hefur orðið fyrir ofbeldi.

Í Suðurhlíð getur fólk af öllum kynjum, allsstaðar af landinu, 18 ára og eldra fengið stuðning og ráðgjöf í kjölfar áfalla eftir ofbeldi.

Hægt er að styrkja með frjálsum framlögum á bankareikning Suðurhlíðar:

Kennitala:
420724-1280

Bankanr.
0542-26-008501

Velunnarar Suðurhlíðar

Suðurhlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum opnaði þann 17. Október 2024.
Markmið Suðurhlíðar er að geta veitt þjónustunotendum aðstoð þeim að kostnaðarlausu.

Suðurhlíð er félagasamtök sem rekin er af styrkjum sem sækja þarf um árlega til Félags – og húnsnæðismálaráðuneytisins. Sá styrkur dugar fyrir almennum rekstri og greiðslu launa svo að hægt sé að reka miðstöðina. Til að þróa starfsemina frekar, þarf að sækja styrki til samfélagsins.

Sótt hefur verið um styrki fyrir sérstökum verkefnum eins og Jóga og stuðningshóp. Góðgerðarfest Blue veitti styrk kr. 1.400.000 árið 2024 og kr. 1.150.000 árið 2025.

Soroptimistaklúbbur Keflavíkur veittu styrk kr. 700.000 árið 2024 vegna opnunnar og styrk kr. 880.000 árið 2025.

Kökulist styrkti með veitingum vegna opnunnar að verðmæti kr. 115.000 og Marriot Hótel veitti einnig styrk vegna opnunnar með gjaldfrjálsum sal.

Reykjanesbær veitti styrk í byrjun með tækjabúnaði að verðmæti kr. 200.000, einnig með hönnun bæklinga að verðmæti kr. 50.000 Suðurnesjabær veitir styrk með útreikningi launa fyrir starfsmann og greiðslu reikninga sem samsvarar kr. 30.000 mánaðarlega.

Þess má einnig geta að Suðurhlíð leigir aðstöðu hjá Heilsugæslunni Höfða í Reykjanesbæ en nýtur góðs af allri aðstöðu þar og yndislegu starfsfólki.

Suðurhlíð þakkar öllum velunnurum kærlega fyrir velvildina og góðar móttökur. Styrkirnir frá Góðgerðarfest Blue og Soroptimistaklúbbi Kefllavíkur verða notaðir til að setja af stað Jóga og stuðningshópa fyrir árið 2025 og 2026. Það er ómetanlegt fyrir miðstöðina að fá tækifæri til að þróa starfsemina enn frekar.

Scroll to Top