Stafrænt ofbeldi – þekktu rauðu ljósin

Stafrænt ofbeldi – þekktu rauðu ljósin

Suðurhlíð miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Suðurnesjum opnaði formlega þann 17. október s.l. Þetta er fjórða þolendamiðstöðin á landinu, hinar eru Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri og Sigurhæðir á Selfossi 

Allar vinna þær á einn eða annan hátt út frá hugmyndafræði „Family Justice Center“ sem byrjaði að þróast í Bandaríkjunum í lok síðustu aldar. Megininntakið í hugmyndafræðinni er að veita  fullorðnum þolendum ofbeldis þverfaglega þjónustu á einum stað, þeim að kostnaðarlausu og þeirra forsendum. Sem er einnig markmið Suðurhliðar auk þess að efla fræðslu varðandi birtingarmyndir ofbeldis, algengi og afleiðingar þess.

Teymistýra Suðurhlíðar tekur á móti þolendum ofbeldis í fyrsta viðtal sem er jafnframt greiningarviðtal en þau geta orðið 1-3 það fer eftir hvers eðlis ofbeldið er og hvar þjónustunotandi er staddur í sinni vegferð. Tekið er vel á móti fólki á þeirra forsendum í öruggu umhverfi.

Heilbrigð sambönd byggjast á trausti og virðingu hvort sem þau fara fram í eigin persónu á netinu eða síma.

Stafrænt ofbeldi – þekktu rauðu ljósin

Ef þú finnur þig ekki örugga/n í sambandi og líður ekki vel og finnur fyrir að þú treystir ekki lengur eigin innsæi og sjálfstraust þitt hefur minnkað eða þú farin að efast um eigin dómgreind, upplifir ótta, reiði, kvíða, og finnst þú ekki hafa stjórn á eigin lífi. Gæti verið að þú búir við eða sért í samskiptum við einhvern sem beitir þig ofbeldi.

Einkenni þess að vera í ofbeldissambandi getur haft margar birtingarmyndir án þess að viðkomandi átti sig á að um ofbeldi sé að ræða, gott er að vera meðvitaður um hvað er ekki í lagi i sambandi og ef að eitthvað hringir bjöllum, ætti að skoða það betur.

Stafrænt ofbeldi felst í notkun tækja og tækni, svo sem síma, tölvu og samfélagsmiðla, til að áreita, beita ofbeldi, ofsækja, niðurlægja eða ógna. Stafrænt ofbeldi er því andlegt og kynferðislegt ofbeldi.

Nokkur einkenni stafræns ofbeldis

Samkvæmt breytingu á  lögum nr. 19/1940 sem samþykkt var 17. febrúar 2021 er ólöglegt að beita stafrænu kynferðisofbeldi og getur sá sem það gerir sætt sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Það gildir einnig um þann sem hótar að dreifa myndefni, texta eða sambærilegu efni, þ.m.t. falsað efni af öðrum án hans leyfis með þeim tilgangi að vekja hræðslu eða kvíða hjá þeim sem hótunin beinist að.

Það er alltaf betra að segja einhverjum frá hvernig þér líður. Þú getur haft samband við Suðurhlíð í Reykjanesbæ i sem sérhæfir sig í stuðningi við fullorðna varðandi hvers konar ofbeldi. Engu máli skiptir hversu langt er síðan ofbeldið átti sér stað. Suðurhlíð er þolendamiðstöð fyrir öll Suðurnes en hefur aðsetur að Heilslugæslunni Höfða Aðalgötu 60 Reykjanesbæ. Hægt er að panta tíma á heimasíðunni sudurhlid.is og í síma 591-7085

Ef þú ert yngri en 20 ára getur farið inn á Sjúktspjall á vegum Stígamóta sem er nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum sínum, samskiptum eða ofbeldi.

Scroll to Top