Suðurhlíð
Þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum.
Þjónusta Suðurhlíðar
Í Suðurhlíð er boðið upp á viðtöl og ráðgjöf. Auk ráðgjafa Suðurhlíðar eru á staðnum lögregla og lögfræðingur. Öll þjónusta Suðurhlíðar er á forsendum þolenda og þeim að kostnaðarlausu.
Suðurhlíð er samstarfsverkefni Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Sveitarfélagsins Voga, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Heilsugæslunni Höfða, Keili, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Sýslumannsins á Suðurnesjum.
Suðurhlíð tók formlega til starfa 17. október 2024
Hugmyndafræði
„Family Justice Center“ hugmyndafræðin byrjaði að þróast í Bandaríkjunum árið 1989 en fyrsta miðstöðin opnaði í San Diego árið 2002. Hugmyndafræðin var vel kynnt í Bandaríkjunum og eru nú miðstöðvar í líkingu við Suðurhlíð í mörgum fylkjum Bandaríkjanna. Ísland er áttunda landið í Evrópu til að þróa hugmyndafræðina en í dag eru 19 miðstöðvar í Evrópu, EFJC Europian Family Justice Center.
Suðurhlíð er fjórða miðstöðin á Íslandi með sömu hugmyndafræði. Bjarkarhlíð í Reykjavík, Bjarmahlíð á Akureyri og Sigurhæðir á Selfossi en þjónustan þar miðast einungis við konur. Megininntakið í hugmyndafræðinni er að veita þjónustu fyrir fullorðna þolendur ofbeldis á einum stað, þeim að kostnaðarlausu.