Þjónusta, fræðsla og ráðgjöf

Hjá Suðurhlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum.

Samþætting þjónustu

Lögð er áhersla á samþættingu þjónustu með það að markmiði að notendur gangi að sem flestum þjónustuþáttum á einum stað og þurfi ekki að fara á milli ólíkra stofnanna og kerfa til að fá nauðsynlegan stuðning og ráðgjöf.

Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf er i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu. Markmiðið Suðurhlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.

Suðurhlíð - Stuðningshópar

Öll þjónusta á einum stað

Þolendum ofbeldis gefst kostur á viðtölum og stuðningi frá fagaðilum, jafningjum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu. Samstarfsaðilar koma m.a. frá Lögreglunni í Reykjanesbæ , Kvennaathvarfi, Stígamótum, Kvennaráðgjöfinni og Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Tenging við aðra

Boðið er upp á einstaklingsviðtöl og ráðgjöf en einnig aðstoðar Suðurhlíð þolendur við að ná tengingu við aðra þjónustu sem nauðsynleg gæti verið s.s. velferðarþjónustu sveitafélaga og/eða heilsugæslu.

Aðgengi fyrir alla

Markmið Suðurhlíðar er að styðja við alla þolendur ofbeldis af ýmsum toga og sporna við afleiðingum þess á lífsgæði viðkomandi. Í Bjarkarhlíð er aðgengi fyrir hjólastóla og boðið er upp á túlkaþjónustu ef þess gerist þörf.

Fræðsla

sudurhlid-05

Afleiðingar ofbeldis

Ofbeldi hefur margar birtingarmyndir og geta afleiðingar þess haft alvarleg áhrif á þá sem fyrir því verða. Á síðu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar má sjá hversu alvarlegar afleiðingar ofbeldi getur haft fyrir brotaþola. Þær afleiðingar sem greint er frá þar eru meðal annars: tíðni veikinda, svefnerfiðleikar, ýmsir líkamlegir verkir, þunglyndi og kvíði, sjálfsskaði og aukin tíðni sjálfsvígstilrauna auk áfengis-og vímuefnanotkunar.

Félagslegar afleiðingar

Ofbeldi hefur ekki bara áhrif á þann sem verður fyrir því heldur alla í fjölskyldunni. Ofbeldi getur orsakað atvinnumissi, einangrun og rofin tengsl við ásvini.

Suðurhlíð, Þjónusta fyrir þolendur ofbeldis
Suðurhlíð, Þjónusta fyrir þolendur ofbeldis

Börn sem búa við ofbeldi

Börn sem búa við ofbeldi eða verða vitni að því, geta orðið fyrir skaðlegum áhrifum þó svo að þau séu ekki sjálf beint þolendur.

Áhættuhópar

Viðkvæmir hópar í samfélaginu eru í aukinni hættu á að verða fyrir ofbeldi og má þar nefna aldraða, fatlaða og fólk af erlendum uppruna.

Suðurhlíð - Einstaklingsráðgjöf
Scroll to Top