Suðurhlíð opnaði þann 17. október 2024. Á þessu tímabili hafa tæplega 90 aðilar komið í fyrsta viðtal. Venjan er að þjónustunotendur komi í 3-5 viðtöl í Suðurhlíð og er svo vísað til þeirra aðila sem taldir eru bestir til að vinna með afleiðingar ofbeldis. Raunin er sú að biðlistar eru langir og til að brúa bilið hafa þjónustunotendur komið í fleiri viðtöl í Suðurhlíð en lagt var upp með.
Suðurhlíð hefur brugðist við með því koma á fót jógahóp og stuðningshóp.
Suðurhlíð hefur fengið til samstarfs Berglindi Skúladóttur hjúkrunarfræðing og jógakennara sem hefur langa reynslu sem hjúkrunarfræðingur og jógakennari auk þess hefur hún sérhæft sig í sálrænum áföllum, ofbeldi og áfallamiðuðu jóga.
Stuðnignshóparnir og jógahóparnir eru ætlaðir fyrir þá sem hafa komið a.m.k. 5 viðtöl í Suðurhlíð. Berglind mun leiða jógahópinn og Inga Dóra teymisstýra Suðurhlíðar og Berglind munu leiða stuðningshópinn.

