Starfsfólk
Í Suðurhlíð er veitt ráðgjöf og stuðningur.
Meðal þeirra sem koma að þjónustu við þolendur eru
Inga Dóra Jónsdóttir
Teymisstýra
Inga Dóra er teymisstýra í Suðurhlíð. Hún er með BA og MA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið viðbótardiplómu í starfsendurhæfingu.
Inga Dóra hefur mikla reynslu að vinnu með einstaklingum og fjölskyldum á vettvangi velferðarmála eins og félagsþjónustu. Hún hefur unnið með þolendum ofbeldis og veitt þeim stuðning meðal annars vegna samskipta við aðrar stofnanir og kerfi. Inga Dóra hefur að leiðarljósi áfallamiðaða nálgun og valdeflingu og leggur áhersla á að mæta brotaþolum ofbeldis á þeirra forsendum og þar með senda skilaboð um að ofbeldi sé ekki liðið í samfélaginu.